153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

eingreiðsla til bágstaddra ellilífeyrisþega.

[15:17]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég held að það sem hv. þingmaður upplýsir hér um sé til bóta til að átta sig á því hvaða hópur þetta er. Það var ekki skýrt eins og þetta var að mínu viti og við þurfum þá bara að skoða þessa tillögu með þessari breytingu. Ég vil mjög gjarnan geta áttað mig á því hvað hún þýðir, til hversu margra hún tekur. En ég vek áfram athygli á því að eingreiðsla til örorkulífeyrisþega er plástur á kerfið og við viljum reyna að útrýma þessum plástrum í kerfinu og vera með kerfi sem getur raunverulega haldið fólki uppi. Það er auðvitað markmið okkar, ég veit að ég og hv. þingmaður erum sammála um það.