Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[16:47]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér við 2. umr. fjárlaga birtist eindrægur stuðningur við heilbrigðiskerfið og starfsfólkið okkar sem sinnir þessari mikilvægu þjónustu. Við höfum farið í gegnum erfiða tíma, erfiðan faraldur, og heilbrigðiskerfið hefur staðið sig frábærlega og fylgt okkur í gegnum þetta af þrautseigju, við vitum það. Það birtist í frumvarpinu og enn frekar í þeim 12,2 milljörðum sem hér bætast við á milli umræðna. Þar birtist í mínum huga eindrægur stuðningur og samstaða, ekki bara í ríkisstjórn heldur í þinginu og í góðri vinnu hv. fjárlaganefndar á milli umræðna. Það er vel og fyrir það vil ég þakka.