Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[16:48]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta fjárlagafrumvarp er ekki að taka utan um öryrkja og eldri borgara. Öryrkjar og eldri borgarar horfa áfram upp á tugi prósenta kjaragliðnun sem hefur vaxið ár frá ári á undanförnum árum, jafnvel áratugum. Ellilífeyrir — ef það ætti að fá sambærilegan kaupmátt og fyrir Covid þá þyrfti að hækka hann um 20.000–40.000 kr. á mánuði. Svo einfalt er það. Raunveruleg krónutöluhækkun, 20.000–40.000 kr. á mánuði. Þetta er frumvarp íslensku yfirstéttarinnar. Fjármagnstekjur hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Varðandi fjármagnstekjurnar þá fara 81% af þeim til efstu tekjutíundarinnar. Þeir greiða 22% fjármagnstekjuskatt. Svo einfalt er það. Hér eru hins vegar krónutöluhækkanir, hækkun á áfengisgjaldi sem allt fer til venjulegs fólks. Það er munurinn á þessu fjárlagafrumvarpi og stefnu minni hlutans.