Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:21]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Við sem sitjum í atvinnuveganefnd fengum kennslustund í því hvernig veiðigjaldið er reiknað og komumst þá m.a. að því að einn af grunnhlutunum sem eru notaðir í útreikningunum er aflaverðmæti. En svo kemst maður nefnilega líka að því hvaða tala er notuð til að ákveða aflaverðmæti, það er ekki virði þess sem fæst fyrir fiskinn heldur er það tala sem er búin til af svokallaðri Verðlagsstofu skiptaverðs, sem oft er kannski ekki nema helmingurinn af markaðsvirðinu, því verði sem verið er að fá fyrir sama fisk á markaði. Þarna er ekki bara verið að lækka hvað raunverulegt veiðigjald ætti að vera heldur er líka verið að lækka hver launin til sjómanna ættu að vera. Við þurfum að henda þessu verði út og nota alvöruverð.