Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:59]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tel ástæðu til að vekja athygli á þessum lið hér er varðar byggðamál, ekki síst þessum 160 millj. kr. sem kallað var mikið eftir af hálfu sveitarfélaganna. Þar undir erum við að halda áfram að bæta í sóknaráætlanir en ekki síst í atvinnuráðgjafana sem hafa tekið á sig talsvert aukna vinnu. Eftir að Nýsköpunarmiðstöð var lögð niður þá hefur talsverð vinna færst á þessa atvinnuráðgjafa og við reyndum hvað við gátum til þess að mæta þeim og ég hef trú á því að þetta fjármagn komi sér afskaplega vel.