Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[18:03]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég held að við séum öll í þessum þingsal sammála um að veita þurfi meira fé til lögreglunnar hér á landi, eins og kallað hefur verið eftir í mjög langan tíma. Mig langar hins vegar að hvetja þau sem fara með nánari útfærslu á þessum fjárframlögum til að hafa í huga að ofbeldi leysir ekki vanda tengdan ofbeldi. Ofbeldi getur eingöngu kallað af sér meira ofbeldi. En ég vona að þessum fjármunum sé ætlað að auka mannafla lögreglunnar, styrkja þjálfun lögreglunnar til að takast á við þær áskoranir sem starfi hennar tengjast en ekki að vopnavæða hana og gera hana betur í stakk búna til að beita borgarana ofbeldi.