Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[22:27]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Nú er einmitt kominn sá tími árs þar sem verið er að reyna að drífa mál í gegn í rauninni bara til að klára þau, þrátt fyrir ýmsar ábendingar um ágalla. Við höfum verið að glíma við það þó nokkuð oft á undanförnum misserum að taka aftur til okkar mál sem þarfnast villulagfæringa. Nú erum við með tollamálið eftir sem búið er að finna svona tvær villur í. Þetta er endalaust langt skjal með risastórri töflu og ég veit ekki hvað mörgum tölum. Líkurnar á því að þar með séu villurnar búnar eru hverfandi en búið er að finna tvær með örstuttum fyrirvara. Við vitum af stjórnarskrárlegum vandamálum varðandi útlendingamálið t.d. Við vitum af þeim en það var ekki metið, hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir, það stendur sérstaklega að ekki hafi þótt tilefni til þess. (Forseti hringir.) Ég vil vinsamlegast hafa þetta algjörlega á hreinu. Það stendur í frumvarpinu, við vitum það, og í umsögnum líka. Því skulum við passa okkur á þessum tíma. (Forseti hringir.) Við skulum passa okkur á því að gera ekki villur sem eru ekki nauðsynlegar.