Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[19:19]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er dapurt að leysa skútuna frá byggju og vita ekki raunverulega hver þörfin í þessum málaflokki er. Það kemur mér verulega á óvart, sérstaklega þegar virðist vera í tísku hér í þessum æðsta ræðustóli að tala niður til þingmanna eins og mín sem kem hér með breytingartillögu, sem var víst svo illa ígrunduð að enginn skildi hana. Maður skyldi ætla að það lægi fyrir raunveruleg þörf og að henni yrði fullnægt. Hér kemur fram að það er 91 NPA-samningur. Það eru allmiklu fleiri sem bíða eftir þessari þjónustu. Þannig að spurningin er þessi: Er verið að halda áfram að kvótasetja NPA-þjónustu eins og hefur verið gert til þessa? Það hafa ekki allir fengið sem þurfa.