Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

staðfesting rammasamnings um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja.

528. mál
[15:03]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er alltaf ánægjulegt þegar lönd koma sér saman um hversu mikið magn fisks skuli veiða úr sameiginlegum fiskstofnum á sjálfbæran hátt. Það er hins vegar sorglegt að það land sem hér er verið að semja við setji skammvinnan efnahagslegan gróða, sem fæst við að leyfa löndun rússneskra skipa, ofar samstöðu flestra þjóða Evrópu með frændum okkar í Úkraínu. Því vel ég að sýna óánægju mína með þessa ákvörðun Færeyinga í verki með því að sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu og hvet aðra hv. þingmenn til að gera hið sama.