Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[15:47]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég kannski endurtek mig. Ég er búin að svara þessari spurningu nokkuð oft (Gripið fram í.)þannig að ég segi bara enn og aftur að starfsemi RÚV var mikið til umræðu í meiri hlutanum og fjölmiðlun og fjölmiðlar almennt. Við fengum alls konar styrkbeiðnir eins og hv. þingmaður veit. Niðurstaðan var sú að leggja til aukin framlög í þennan sjóð sem ráðherra hefur til umráða.

Varðandi hæfi þá var það þannig að hv. þingmaður gerði grein fyrir því að hann tengdist þessum aðila og tók þar af leiðandi ekki þátt í þeirri ákvörðun þegar verið var að fara yfir styrkina og þennan styrk m.a. sem óskað var eftir af N4. Það er alveg rétt að það láðist að geta þess í nefndinni allri og ég bara að hugsaði það ekki. Ég get ekki gert neitt annað en að biðjast velvirðingar á því að hv. þingmaður gerði ekki grein fyrir því. Það er óheppilegt að slíkt hafi ekki verið gert. En það breytir því ekki að hann getur staðið að þessari tillögu. Það er ekkert sem bannar það, bara svo það sé sagt. (Forseti hringir.) Um það liggja fyrir álitsgerðir af hálfu Páls Hreinssonar.