Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

stjórn fiskveiða.

539. mál
[21:15]
Horfa

Daði Már Kristófersson (V) (andsvar):

Forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, kærlega fyrir svarið og finn mjög á svörum hans að við erum nokkuð á sama máli þegar að þessu kemur, auðvitað kannski ekki af því að vera hér staðgengill annarra í að svara fyrir þessi frumvörp.

Mig langar til að víkja að öðrum punkti sem fram kom í máli hans sem er rannsókn á áhrifum breytinga á stærð og afla skipa á grunnslóð og þeirri úttekt sem hann nefndi sjálfur að ætti að fara fram og hvort ekki væri eðlilegt að henni lyki áður en þau skref sem hér eru lögð til verða stigin.