Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:41]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta er fjárlagafrumvarp hinnar íslensku yfirstéttar. Efsta tekjutíundin sem hefur fengið 81% af fjármagnstekjum síðustu ár, og á síðasta ári, borgar ekki sinn réttláta skerf til samfélagsins, sinn réttláta skerf í sameiginlegan sjóð landsmanna. Hækkun á bankaskatti var hafnað, hækkun á veiðileyfagjaldi var hafnað og við erum ekki að taka nægilega utan um þá sem hafa lökustu kjörin í landinu, öryrkja og aldraða. Varðandi þessa bók hér, fjárlagafrumvarpið, þá er þetta sennilega ein verst skrifaða bók sem ég hef nokkurn tíma lesið. Þar er t.d. fjallað um jöfnun á útgjaldasvigrúmi gagnvart aðhaldsmarkmiði. Við þurfum, í fjárlaganefnd og á Alþingi, að gera þá kröfu að fjárlagafrumvarp næsta árs verði skrifað þannig að almenningur geti skilið það. Jafnvel að sonur hv. þm. Arnars Þórs Jónssonar, 14 ára gamall, geti skilið það, geti lesið það. Ef hann gæti gert það, þá myndi hann segja: Pabbi, þetta er glatað fjárlagafrumvarp.