Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:49]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er svo að íslenskt samfélag er í sókn hvert sem við lítum. Mig langar að nefna nokkra þætti sem heyra undir mitt ráðuneyti. 95% af ferðaþjónustunni eru komin til baka, ef við berum okkur saman við önnur ríki þá hafa þau ekki náð 60%. Skapandi greinar — það er 85% aukning síðustu fimm árin varðandi kvikmyndir og líka stórsókn í tónlist. Ástæðan fyrir því að það gengur vel er sú að hér er styrk efnahagsstjórn, næstminnsta verðbólgan á EES-svæðinu og gríðarleg kaupmáttaraukning hefur verið síðustu ár. Ég segi því: Þetta eru góð fjárlög, efnahagsstjórnin er sterk og traust.