Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:23]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Þessi heimild sem felur í sér að auka eigi heimild ríkisins úr 220 milljörðum í 240 milljarða lántökuheimild er að mínu mati bæði uppgjöf og ákveðið sinnuleysi í hagstjórn landsins. Við í Viðreisn lögðum til að þessi lántökuheimild yrði lækkuð. Það var fellt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Það er verið að taka lífskjörin að láni. Það er ekki verið að huga að framtíðarkynslóðum og þetta er ekki skynsamleg hagstjórn í því verðbólguástandi sem við erum í núna. Enn og aftur sýnir þetta að ábyrgðin á efnahagslegum stöðugleika og að berjast gegn verðbólgunni — þar ætlar ríkisstjórnin að skila auðu og láta þetta á herðar aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins. Ég segi nei við þessari hækkun.