Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:26]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Það kemur fyrir að hér í þingsal séu mál rædd lengur og meira en okkur öllum er hollt. Svo eru líka mál sem fara hér í gegn án umræðu. Þetta er eitt slíkra mála og það er ekki nokkur leið að greiða þessu atkvæði á sama tíma og við þykjumst ætla að standa við stóru orðin í loftslags- og umhverfismálum. Við getum ekki unnið þetta svona, við bara getum það ekki, herra forseti. Við í Viðreisn segjum nei við þessum vinnubrögðum.