Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

442. mál
[15:07]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég ætla bara að lýsa þeirri skoðun minni að þetta frumvarp sé mjög mikilvægt. Við höfum verið í mikilli stefnumótun sem tengist tónlist. Við erum með ný heildarlög um tónlist, við erum að setja á laggirnar tónlistarmiðstöð og tónlistarráð. Svo hafa þessar endurgreiðslur varðandi hljóðritun reynst alveg gríðarlega vel og við sjáum að tónlistariðnaðurinn og tónlistin á Íslandi er öll að vaxa og dafna. Mér þykir mjög vænt um þann stuðning sem við höfum verið að fá við þetta frumvarp og við þá stefnu sem við höfum verið að móta.