Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

leigubifreiðaakstur.

167. mál
[15:12]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Flokki fólksins ætluðum líka að leggja fram breytingartillögur en urðum einhvern veginn hornreka með það, aðeins of sein í partíið. Það hefur gengið svo vel hjá okkur hér í dag en það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er í raun það að sjá ekki að tryggðir séu þjónustusamningar sem gerðir hafa verið fyrir hönd fatlaðs fólks, barna og eldra fólks sem hefur þurft að nota og reiða sig á þessa þjónustu. Ég verð að segja fyrir mína parta, eins og ég hef sagt áður, að ég stæði hvorki hér eða væri með mitt lögfræðinám að baki og annað slíkt sem ég hef gert ef ekki hefði verið fyrir þessa þjónustu. Að hafa þetta öryggi 24 tíma sólarhrings og geta stólað á það alltaf hreint hefur algerlega gert mér og mörgum, sem eru í þeirri stöðu að vera sjónskertir og geta ekki bjargað sér sjálfir með því að setjast undir stýri, kleift að taka þátt í samfélaginu. Ég segi náttúrlega nei við þessu frumvarpi og finnst það mjög illa ígrundað eins og margt annað sem hér er á ferðinni.