Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[15:46]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er margt gott og nauðsynlegt við þetta frumvarp sem var hluti af lífskjarasamningunum en við afgreiðslu þessa máls hefur verið mjög mikið samráðsleysi við hagsmunaaðila sem við funduðum reyndar með fyrir mjög stuttu. Það eru nokkrar athugasemdir sem hafa verið gerðar t.d. varðandi það að fella skráningarskyldu helmings leiguhúsnæðis á almennum leigumarkaði eins og hv. þm. Helga Vala Helgadóttir kom hér á framfæri og ég ætla að taka undir með henni. Mér finnst þó mikilvægt að taka fram að ég fagna þeirri breytingartillögu, sem verður síðan dregin til baka, varðandi kærufrestinn. Það er æskilegt að miða við hvernig það er í stjórnsýslulögum og breyta því úr einum mánuði í þrjá mánuði. Ég mun greiða atkvæði með því. En annars finnst mér mikilvægt að hv. velferðarnefnd passi upp á þetta næst og hafi samráð við viðeigandi aðila áður en að því kemur að greiða atkvæði um málið.