Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[15:58]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Þarna erum við að mæla með því að fellt verði út ákvæði sem snýr að því að festa í sessi markaðsleigu. Við höfum á undanförnum dögum séð hvaða áhrif markaðsleiga og þetta villta vestur sem ríkir á leigumarkaði hefur á leigumarkaðinn. Hér er verið að festa það í sessi, þetta villta vestur sem er búið að vera þar, og kalla það sanngirni. Þess vegna þarf að fella þessa grein út úr frumvarpinu eins og breytingartillagan mælir til um.