Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[16:01]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Í lögunum virðist sem leigjendur séu almennt lítið upplýstir um forgangsrétt leigjenda til áframhaldandi leigu að umsömdum leigutíma loknum og að við endurnýjun samnings skuli leggja til grundvallar að fyrri leigufjárhæð sé sanngjörn, samanber meginreglu 37. gr. laganna, og verði sá sem vefengir það að sýna fram á annað. Þar sem sá réttur er háður því skilyrði að leigjandi tilkynni leigusala a.m.k. þremur mánuðum áður en leigusamningur rennur út ef hann vill nýta sér hann er hætt við að leigjendur geti farið á mis við þetta tækifæri. Er því lagt til að í lögunum verði kveðið á um skyldu leigusala til að upplýsa leigjanda um þann rétt og skilyrði hans við gerð leigusamnings og hafi sú skylda verið vanrækt framlengist tilkynningarfrestur leigjanda allt fram til loka leigutímans.