153. löggjafarþing — 53. fundur,  23. jan. 2023.

varamenn taka þingsæti.

[15:04]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Þann 16. janúar barst bréf frá varaformanni þingflokks Pírata um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir yrði fjarverandi á næstunni. Einnig barst bréf frá Jóhanni Páli Jóhannssyni um að hann verði fjarverandi frá þingstörfum á næstunni. 16. janúar tóku því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, Eva Sjöfn Helgadóttir, og 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Dagbjört Hákonardóttir.

Þá hafa borist bréf frá Birni Leví Gunnarssyni og Bjarna Jónssyni um að þeir verði fjarverandi á næstunni og frá varaformanni þingflokks Pírata um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, Halldór Auðar Svansson, 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, og 2. varamaður á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, Indriði Ingi Stefánsson, en 1. varamaður hefur boðað forföll.

Þau hafa öll áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.