Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[21:00]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil fá að leiðrétta ágætan þingmann hér. Að sjálfsögðu hafði ráðuneytið samráð varðandi það að semja frumvarpið. Það liggur alveg fyrir og kemur fram í greinargerð. Það er venjan hér á þingi að við köllum eftir umsögnum um mál og förum ítarlega yfir þær. Það er ekkert nýtt. (Gripið fram í: En hlustum ekkert á það.) Að sjálfsögðu hlustum við og tökum mark á því sem við teljum vera eðlilegt og metum það. Það er okkar hlutverk sem löggjafa. Það er ekkert sem kallar á það að bara vegna þess að viðkomandi aðili sendir inn umsögn þá tökum við sérstaklega tillit til þess af eða á. Við metum og við skoðum málið og reifum það og við myndum okkur skoðun. Þannig höfum við verið að vinna málin í allsherjar- og menntamálanefnd og það hefur að mörgu leyti gengið mjög vel. Ég grundvalla ákvarðanir mínar sem þingmaður á þeim upplýsingum í þessu máli.