Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:22]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að þakka þingmanninum fyrir svarið, það er greinilegt að við hv. þingmaður hugsum mjög á sama hátt. Í ræðu hv. þingmanns var góð yfirferð yfir það hvernig við unnum að hlutum til að bæta meðferð mála sem tengdust börnum. Það er líka í miklu samræmi við það sem hefur verið reynt að gera. Framsóknarflokkurinn hefur t.d. talað um að þeir séu barnaflokkurinn, vilji bæta farsæld barna. Skýtur þá ekki skökku við, spyr ég hv. þingmann, að Framsóknarflokkurinn skuli ekki einu sinni tala neitt hér í þingsal um alla þessa hluti sem búið er að benda á að brjóti á börnum?