Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:35]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég verð að leita ásjár hæstv. forseta þingsins, Birgis Ármannssonar, hvað varðar þann skollaleik sem ríkisstjórnin er stöðugt í gagnvart þinginu. Nú er það allt í einu í þinginu að kenna að ekki sé nægjanlegt fjármagn fyrir Landhelgisgæsluna. Þetta er ekki boðlegur málflutningur, virðulegi forseti. Það liggur fyrir að bæði Landhelgisgæslan og þingið stóðu í þeirri góðu trú að Landhelgisgæslan væri vel fjármögnuð og raunar stærði ráðherrann sig af því að hafa tryggt það. Við hljótum að þurfa að grípa til varna fyrir þingið sem er sífellt að lenda í því að vera kennt um afglöp ráðherra þessarar ríkisstjórnar. Við eigum betra skilið en þetta, virðulegi forseti.