Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:50]
Horfa

Dagbjört Hákonardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Verandi nýkomin af fundi fjárlaganefndar verður manni dálítið brugðið við orðfæri dómsmálaráðherra í tengslum við fullt samráð við Landhelgisgæsluna í þessu máli, að teikna þetta upp eins og það hafi næstum því verið þeirra hugmynd að skera niður og selja þessa flugvél. Það er ekki þeirra hugmynd þó að það hafi verið lagt til sem illskásti kosturinn. Fyrirgefið, ég velti því fyrir mér hvaða putta sé best að láta taka af sér þegar maður stendur frammi fyrir því að þurfa að skera niður. Þetta er þjóðaröryggismál. Á viðsjárverðum tímum getum við ekki hætt að halda úti flugvél sem hefur verið á forræði ríkisins í að verða 70 ár. Við viljum SIF heim.