Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Staða málsins er á þann veg að stjórnarliðar, alla vega hluti stjórnarliða, eru búnir að viðurkenna að það þurfi að laga þetta, að það þurfi að skoða breytingar á því milli 2. og 3. umr. En það er eftir atkvæðagreiðslu um hverja einustu grein í þessu frumvarpi eins og það stendur núna og það gengur ekki því að ákvæðin eins og þau eru núna ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindagreinum. Ég held að stjórnarmeirihlutinn sé að vanmeta okkur Pírata pínulítið í þessu máli. Jú, frumvarpið er vissulega að koma fram í fimmta sinn núna, ekki í alveg sömu mynd en svona nokkurn veginn, svipað mál, og við höfum búist við því öll þessi ár að það myndi fara í 2. umr. Við erum búin að vera að undirbúa okkur öll þessi ár fyrir nákvæmlega þetta, (Forseti hringir.) bara svo fólk viti af því.