153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

fundarstjórn forseta.

[15:55]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Það er rétt hjá hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur að réttur þingmanna er ríkur að þessu leyti. Forseti hefur stundum talið að nauðsynlegt væri að árétta það sérstaklega að ekki sé haldið áfram efnislegum umræðum um mál sem áður hafa verið til umræðu, t.d. í óundirbúnum fyrirspurnum þar sem ræðutími er takmarkaður og þess háttar. En ég segi fyrir mitt leyti að hafi ég talað ógætilega eða gengið of langt að þessu leyti í athugasemdum mínum hér á undan þá biðst ég afsökunar á því. Það er auðvitað rétt að þingmenn hafa rétt til þess að bera af sér sakir og þingmenn hafa rétt til að tjá sig um fundarstjórn forseta en að sjálfsögðu er þó gert ráð fyrir því að það sé gert í þeim tilgangi en ekki til að framlengja efnislega umræðu.