Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

tímasetning þingfundar.

[10:39]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir með þeim sem hér hafa talað að það er mikilvægt að hér sé ákveðinn fyrirsjáanleiki en herra forseti er búinn að útskýra að þetta hafi verið mistök og mér finnst þetta í rauninni vera hálfgerður tittlingaskítur í ljósi þess að í gærkvöldi barst þingflokksformönnum bréf eða póstur frá forseta þar sem kemur fram að það verði gefið 20 mínútna hlé frá 11–11.20 til undirbúnings fyrir atkvæðagreiðslu. Af því hefðu þingflokksformenn mátt draga þá ályktun að fundurinn byrjaði fyrr en það, hálfellefu sem sagt, og komið þeim skilaboðum á framfæri til þingmanna sinna flokka. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)(BLG: Ég fékk ekki þann póst.)