Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Samfylkingin hefur talað fyrir því að þær breytingar sem þarf að gera á útlendingalögunum verði unnar í þverpólitískri sátt. Undir þetta tóku formenn VG og Framsóknar í samkomulagi formanna haustið 2017. Það var hins vegar hunsað og ríkisstjórnin keyrir nú samstiga í gegn lög sem valda bakslagi í réttindum og þjónustu við fólk sem hingað kemur, oft í miklum nauðum. Það er sérstaklega sorglegt að horfa upp á VG, sem settu skýra fyrirvara síðustu skipti sem reynt hefur verið að koma málinu í gegn, taka nú þátt í þessu af heilum hug.

Herra forseti. Ríkisstjórnin hefur ítrekað horft upp á það gerast að börn, einstaklingar og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu sem hér hafa fest rætur séu send úr landi í ömurlegar aðstæður og hér er skýrt að það á að gera það áfram. Við í Samfylkingunni munum greiða eldrautt atkvæði gegn þessu.