Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:41]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kom því ekki að áðan tímans vegna að mér finnst það eiginlega liggja í loftinu að allir þeir góðu þingmenn sem eru á móti þessu frumvarpi hefðu kannski átt að leggja inn breytingartillögu, hefðu kannski átt að tala meira um það að hér eru 100 milljónir manna á flótta og að við skulum bara taka á móti þeim öllum. Ég get bara engan veginn skilið þetta öðruvísi, (Forseti hringir.) bara engan veginn skilið þetta öðruvísi. (Gripið fram í: Þetta er útúrsnúningur.) Ef við ætluðum að reyna að tryggja okkar — fyrirgefðu, hv. þingmaður, viltu ekki bara biðja um orðið?

(Forseti (BÁ): Hv. þingmenn eru beðnir um að stilla sig um frammíköll.)