Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:34]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég átti nú, og á í rauninni, á dauða mínum von einhvern tíma en ekki að þurfa að upplifa það að Alþingi færi að taka og samþykkja slíkar grundvallarbreytingar sem hér er um að ræða. Hér er ríkið að svipta ákveðinn hóp fólks algjörlega réttindum á borð við húsnæði, fæði og heilbrigðisþjónustu og þetta eru bæði vanhugsaðar og óframkvæmanlegar tillögur. Fyrir utan auðvitað það hvað það er ómanneskjulegt að svipta fólk húsnæði, framfærslu og heilbrigðisþjónustu er í rauninni bara verið að færa kostnað sem fellur til vegna þessa yfir á sveitarfélög eins og hæstv. ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, var svo vinsamlegur að hnykkja á í ræðu um atkvæðagreiðsluna. (GuðmG: Þingið endurgreiðir þetta allt saman.)(Gripið fram í.)