Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 65. fundur,  20. feb. 2023.

greinargerð um sölu Lindarhvols.

[15:16]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Ég minni yður á að það var settur ríkisendurskoðandi af sérstökum ástæðum til að fara yfir þetta mál. Það taldist þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að fara sérstaklega yfir þetta mál og sá aðili lauk sinni vinnu og skilaði afrakstrinum. Hvernig má það vera, í ljósi þess að það var talin þörf á sínum tíma á að fá utanaðkomandi mann til að fara yfir málið og hann skilaði vinnu sinni, að forsætisnefnd Alþingis sé enn að velta því fyrir sér fimm árum seinna hvort það sé rétt að birta skýrsluna? Er ekki hægt að fara að drífa aðeins í gangi mála í hinni ágætu hæstv. forsætisnefnd og skila þessari skýrslu, birta hana í samræmi við vilja nefndarinnar og, eins og komið hefur fram hér, lögfræðiálit sem unnið var fyrir nefndina?