Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 66. fundur,  21. feb. 2023.

framkvæmd EES-samningsins.

595. mál
[15:20]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Já, hæstv. utanríkisráðherra hefur fulla heimild til að finnast það vera rétta svarið í dag en við megum hins vegar ekki ævinlega lifa bara í núinu og jafnvel stundum í fortíðinni. Við þurfum líka að horfa fram í tímann og það gætu skapast þær aðstæður sem ég nefndi áðan þar sem við þurfum að taka ákvörðun. Þá væri nú býsna sorglegt ef við værum ekki búin að einhverju leyti að búa okkur undir þann veruleika sem þar kynni að birtast. Þess vegna ítreka ég að það er ábyrgðarleysi af þinginu a.m.k., ef ríkisstjórnin vill ekki gera það, að taka ekki ákvörðun um að láta vinna mjög stórt hagsmunamat um það (ÞKG: … liggur fyrir tillaga.) hvað felst í því að vera í sambandinu. Hér grípur hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fram í og segir: Það er til tillaga. Drögum hana þá fram og samþykkjum þessa tillögu.