Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[17:00]
Horfa

Bjarni Jónsson (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Já, allir nefndarmenn gátu komið með ósk um að fá umsagnaraðila og gesti til að taka þátt í þessari umræðu og var orðið við öllum beiðnum sem fram komu og erindi send á viðkomandi. Umsagnir bárust frá ótrúlega mörgum, samanborið við það sem var þegar þjóðaröryggisstefnan var hér síðast 2016. Þá voru merkilega fáar umsagnir og lítið í gangi. Ég held að við höfum staðið okkur talsvert betur í því nú og ég vil þakka nefndarmönnum fyrir að hafa verið duglegir að kalla eftir umsagnaraðilum, svo ég tali nú ekki um friðarsamtök líka. Hv. þingmaður sem beindi til mín spurningu kom einmitt með margar slíkar óskir sem ég þakka honum fyrir af því að það er mikilvægt að hafa mjög breiða nálgun á þessa umræðu.