Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:37]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Þetta er svolítið sérstök umræða. Mér finnst ég líka hafa heyrt hana áður þegar ég kveiki á sjónvarpinu. Hér eru menn að tala ýmist um það hvað þeir eru góðir í lögfræði eða hvað þeir eru fegnir að hafa ekki lært lögfræði. Það er bara ein skylda sem forseti þingsins hefur og það er að fara lögum, ekki hvað meiri hluti þingsins vill eða hvað þeir telja að þjóðin vilji, það er bara fara að lögum. Okkur getur síðan greint á um það hvaða lagatúlkun er rétt. Ég hallast að túlkun forseta þingsins af því að ég sat nú í þessari forsætisnefnd á síðasta kjörtímabili og þekki þetta mál mjög vel og það er bara þannig að hæstv. forseti hefur útskýrt þetta mjög vel. Ég held að öllum sé hollt að hlusta meira á forseta þingsins.