Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

læsi.

785. mál
[15:49]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Framtíð þjóðarinnar felst í ungdómnum og unga fólkinu okkar og grunn- og leikskólar eru þar einna mikilvægastir. Innan þeirra er eitt það mikilvægasta að læsi sé í góðum farvegi. Við höfum því miður vísbendingar um að þar sé okkur ekki að farnast vel og að við náum ekki að bæta árangur á því sviði. Ég tel því mjög mikilvægt að við hér á Alþingi fáum skýra stöðu í því hvernig tekist er á við þetta og fáum upplýsingar um þær mælingar og þau úrræði sem eru í boði. Við getum þá tekið einhverjar ákvarðanir um hvernig við getum haldið áfram og farið að snúa þróuninni í læsi til betri vegar.