Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

svör við fyrirspurnum.

[15:57]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegur forseti. Ég ætlaði nú bara að nota tækifærið fyrst við erum byrjuð að tala um fyrirspurnir og minna enn og aftur dómsmálaráðherra á fyrirspurn sem var send inn 27. september, um biðtíma eftir afplánun. Ég veit ekki hvort ég er látinn bíða svona lengi af því að biðtíminn eftir afplánun er svona langur en það væri ánægjulegt að fá einhver svör við þessu. Svo byrja ég að ýta á þær sem ég sendi inn í lok janúar kannski í næsta mánuði.