Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu.

26. mál
[17:00]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Hann kom hér fram af miklum dug og stóð fyrir máli sínu. En þá hef ég bara eina og einfalda spurningu í mínu síðara andsvari: Ef eignarrétturinn er enginn, enginn á auðlindirnar, hvernig getur þá ákveðinn hópur og ákveðin stjórnmálaöfl selt erlendu stórkapítali aðgang að þessu? Ef eignarrétturinn er enginn hvernig er þá hægt að selja þetta? Og ef það er hægt að selja það, og það jafnvel úr landi til einhverra fjárfesta þar, af hverju á þá ekki sá arður sem frá því kemur að renna til íslensku þjóðarinnar?