Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 73. fundur,  6. mars 2023.

Sundabraut og samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins.

768. mál
[18:16]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Frú forseti. Tvennt eða þrennt sem mig langar að bæta í púkkið til ráðherrans. Þessar stóru framkvæmdir eru rosalega umfangsmiklar, gríðarlegir fjármunir sem fara í Sæbrautarstokk og Sundabraut. Hefur verið skoðað hvernig þær passa inn í efnahagsástandið eins og það er í dag og fyrirsjáanlega eitthvað aðeins inn í framtíðina? Og bara praktískt, eigum við verkfræðinga og gröfukalla til að gera þetta samhliða því að byggja nýjan Landspítala og tvíbreikka þessa og hina vegi, er framkvæmdageta í landinu til að standa undir þessu? Hefur verið síðan skoðað að beita öðrum lausnum eins og t.d. að innleiða flýti- og tafagjöld, gæti það verið hagkvæmari lausn til að ná fram sömu markmiðum, sér í lagi ef fjármunirnir sem koma í kassann þar verða nýttir í þágu rekstrar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu?