153. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2023.

heimavitjun ljósmæðra.

[16:00]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að vekja athygli á þessu máli og ég skal bara segja það hér og nú að ég var ekki meðvitaður um að þetta væri nákvæmlega svona. Ég tek undir allt sem hv. þingmaður sagði hér um mikilvægi og rétt til þess og til þessarar þjónustu. Ég er búinn að leggja fram þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisáætlun þar sem er verið að styrkja þessa þjónustu alla og leggja aukna áherslu á hana. Ætli það sé rétt um vika síðan ég átti mjög gagnlegt samtal við Ljósmæðrafélag Íslands og þetta mál kom ekki upp. En ég mun svo sannarlega kanna þetta mál hér eftir þessa fyrirspurn vegna þess að þetta er svo veigamikill og mikilvægur þáttur, ómissandi þjónusta eins og hv. þingmaður kom inn á, bæði þegar kemur að stuðningi í þessum fyrstu skrefum og í gegnum auðvitað meðgönguna og svo við fæðingu og í kjölfar fæðingar, fræðsla og ráðgjöf. Ég mun kanna stöðuna á þessu hjá Sjúkratryggingum og hvað hægt er að gera í því.