Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Birgir Þórarinsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Hv. þingmanni er náttúrlega frjálst að hafa þá skoðun að illa hafi verið að þessu staðið en það var bara alls ekki svo. Þessar breytingartillögur sem við höfum lagt fram eru til bóta og ég hef ekki heyrt neinn kvarta yfir því að þessar breytingartillögur séu eitthvað slæmar. Það eru góðar tillögur eins og sérstakt mat (Gripið fram í.) á hagsmunum barna og rétturinn til bráðaheilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt mjög mikilvægar tillögur og um þær ríkti fullkomin samstaða þó svo að hv. þingmaður þykist vita eitthvað annað um það. Þetta var sem sagt niðurstaðan og bara svo ég endurtaki það sem ég sagði áðan þá hefur hv. þingmaður haft viku til að kynna sér þessar tillögur og getur þá tjáð sig um þær hér í ræðu á eftir og ég er fús til að svara spurningum hvað það varðar. En heilt yfir þá held ég að við getum bara verið nokkuð stolt af þessari vinnu og allir fengu að koma fyrir nefndina sem óskuðu eftir því og hér hefur, eins og ég segi, farið fram mjög ítarleg umræða um málið. Það fór til nefndar (Forseti hringir.) milli 2. og 3. umr. (Forseti hringir.) og við erum komin í 3. umr. (Forseti hringir.) og getum rætt þetta enn frekar.

(Forseti (LínS): Hv. þingmenn eru minntir á að virða ræðutíma.)