Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:11]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðbrandi Einarssyni fyrir andsvarið. Ég áttaði mig ekki alveg á spurningunni en ég þakka honum fyrir að vilja vera með mér í einhverju liði þó að það sé ekki í öllum liðum. En ég átta mig heldur ekki á því hvað hv. þingmaður er að reyna að segja með því að tala um að kærunefnd útlendingamála hafi ekki verið að veita undanþágu frá meginreglunni um að fólk kæmi hér og nyti stöðu flóttamanns vegna þess að það væri að flýja ógn. (Gripið fram í: Alls ekki.) Það er nákvæmlega það sem kærunefnd útlendingamála gerði. (Gripið fram í: Nei.) Þeir tóku til efnahagslegar aðstæður í þessu ríki frekar en hið eiginlega stríðsástand sem þar ætti að ríkja. (Gripið fram í.)Ég segi hreinskilnislega við hv. þingmann og alla þá sem hér segja að við eigum að opna faðminn og taka á móti öllum: Af hverju komið þið ekki bara til dyranna eins og þið eru klædd? Af hverju ekki að fella niður öll landamæri úr því að þetta fordæmi á að vera allt í lagi? (GE: Kommon, Inga.)(Gripið fram í.) Það á bara að vera allt í lagi að taka á móti efnahagslegum erfiðleikum, eins og við gerðum náttúrlega sjálf þegar við flúðum til Noregs í síðasta hruni. Fólk hefur verið að kjósa með fótunum. En við höfum ekki bolmagn til að taka á móti allri heimsbyggðinni. Það liggur algjörlega á borðinu, hv. þingmaður. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Ekki vera að segja ósatt.)„No borders“, koma bara með það … (Gripið fram í: Hættu þessu.)