153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

opinn fundur um skýrslu um Lindarhvol.

[17:22]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Það mátti halda það hér áðan að sumir hv. þingmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefðu ekki alveg áttað sig á því hvað hefði verið beðið um að sett yrði á dagskrá. Það er: „Lindarhvoll ehf. Framkvæmd samnings við umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum. Skýrsla til Alþingis.“ Það er það sem opinn fundur á að snúast um.