153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

opinn fundur um skýrslu um Lindarhvol.

[17:32]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S):

Herra forseti. Ég finn mig knúna til að koma hingað upp og bregðast við því að nokkrir hv. þingmenn úr stjórnarandstöðunni leyfa sér að tala eins og um tvö algjörlega aðskilin skjöl sé að ræða. Þetta er mjög villandi málflutningur. Settur ríkisendurskoðandi var fenginn til að vinna þetta starf þar til um vanhæfi ríkisendurskoðanda væri ekki lengur að ræða. Þegar það vanhæfi var ekki lengur til staðar skilar hann þessari vinnu til þess bærs ríkisendurskoðanda sem klárar þá vinnu, byggt á þessu skjali. Hann klárar þá vinnu eftir öllum þeim viðmiðum og reglum sem það embætti setur sér og skilar fullbúnu skjali til þingsins. Þetta eru ekki tvö aðskilin skjöl. Þetta eru annars vegar einhvers konar drög og hins vegar fullbúið skjal. Það er bara ein Ríkisendurskoðun í þessu landi. Sú Ríkisendurskoðun hefur sagt mjög skýrt að það megi ekki birta þessi drög. Og í þeirri stöðu er þingið.