153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

opinn fundur um skýrslu um Lindarhvol.

[17:50]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði nú ekki að koma og ræða frekar um skýrsluna heldur ætla ég að beina orðum til hv. þm. Óla Björns Kárasonar sem er að gefa það í skyn að hér séu allir meira og minna farnir á taugum og við séum bara samansafn af einhverju taugahrúgaldi hérna, ég mótmæli því harðlega, fyrir utan það að við eigum að vera skíthrædd þess á milli og ég mótmæli því líka. [Hlátur í þingsal.] Það er hvorki draugagangur í kringum okkur né taugaveiklun af neinu tagi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Það er bara okkar eigin sannfæring og við erum að fylgja henni, hv. þm. Óli Björn Kárason.