153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:21]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til að við mat stjórnvalda á því hvort einstaklingur eigi rétt á svokallaðri viðbótarvernd skuli það ekki vera tekið inn í breytuna hvort um efnahagsástand sé að ræða eða ekki, það er það eina sem þetta er um. Með tilliti til þess hvað við höfum fengið margt fólk frá Venesúela — ég hef bara aldrei náð almennilega utan um rökstuðning kærunefndar Útlendingastofnunar hvað það varðar — þá held ég að það sé kominn tími til að tryggja að sá þáttur sé ekki tekinn inn í breytuna.