153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:51]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Af því að Sjálfstæðisflokkurinn virðist einhvern veginn alltaf fá að sitja í dómsmálaráðuneytinu er kannski ágætt að horfa yfir farinn veg og spyrja hvort við treystum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir auknum heimildum til reglugerða í þessum málaflokki. Þegar þáverandi hæstv. ráðherra Sigríði Á. Andersen gekk illa að herða útlendingalöggjöfina í gegnum Alþingi þá gerði hún það einfaldlega með reglugerðum sem gengu svo langt að hún var komin á ansi grátt svæði gagnvart því að ganga gegn lagabókstafnum. Er þetta eitthvað sem við viljum láta næstu dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa í hendurnar? Sporin hræða þegar kemur að reglugerðarheimildum í þessum málaflokki. Sumum ráðherrum er einfaldlega ekki treystandi fyrir þeim.