153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:43]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Forseti. Hér er lagt til að fella brott 5. gr. frumvarpsins sem er enn einn anginn af því að meiri hlutinn vilji grafa undan aðgengi flóttafólks að stjórnsýslulögum þannig að flóttafólk njóti ekki sama réttar gagnvart þeim og annað fólk í landinu. Þetta er gert með því að búa til nýjan flokk svokallaðra endurtekinna umsókna, þar sem m.a. er klippt á 24. gr. stjórnsýslulaga, um endurupptöku, sem á að heita lágmarksréttur samkvæmt þeim lögum — lágmarksréttur varðandi grundvallarréttindi, réttindi sem meiri hluta þings finnst af töflunni að dæma ekki allt fólk sem statt er í landinu eiga skilið, ekki fólk á flótta.