153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:40]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Þingmaðurinn segir já. Hér erum við að afgreiða gott frumvarp og góð lög. Útlendingalög okkar Íslendinga eru enn full af mannúð. Þau eru núna skynsamlegri, þau eru hófsöm og þau eru til þess fallin að taka vel utan um fólk sem hingað leitar og er raunverulega á flótta. Ég segi já.