153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[20:47]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, starfsemi lífeyrissjóða, gjaldmiðlaáhættu og upplýsingagjöf til sjóðfélaga. Þetta frumvarp var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Aðalatriði þessa frumvarps er að auka heimildir lífeyrissjóðanna til fjárfestinga erlendis úr 50% í 65%. Viðreisn styður framgang þessa máls en telur það sérstakt að afkoma lífeyrissjóðanna geti verið undirstaða undir krónuna. Lífeyrissjóðir vildu að þessar heimildir yrðu auknar meira en gert er í frumvarpinu en við því var ekki brugðist nema að óverulegu leyti. Þrátt fyrir það eru þetta skref í rétta átt og munu auka frelsi lífeyrissjóðanna til fjárfestinga, sem er nauðsynlegt og í raun sjálfsagt. Það stendur þó upp úr að enn mun afkoma lífeyrissjóðanna ráðast af afdrifum íslensku krónunnar og í raun er verið að nota lífeyrissjóði landsmanna sem hækju fyrir handónýtan gjaldmiðil. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)